Rjúkandi
Rjúkandi
Samtök um verndun umhverfis, náttúru og menningarminja í Árneshreppi
 
 

Samtök um verndun náttúru, sögu og menningarminja í Árneshreppi

 
 
 
_MG_0752.jpg
 

Stofnmarkmið

Undanfarna áratugi hefur verið staðið með ágætum að verndun náttúru, menningarminja og sögu í Árneshreppi.

Á síðustu misserum hafa í sveitarfélaginu verið uppi háværar raddir um að nýta landið á ágengan hátt á kostnað náttúrunnar. Á það ekki síst við um hugmyndir sem lúta að virkjun á svæðinu. Samtökin leggjast eindregið gegn slíkum hugmyndum um nýtingu náttúrunnar með vísan í náttúruverndarlög, sérstaklega þau sem fjalla um ósnortin víðerni, fallvötn og stöðuvötn.

Samtökin vilja að við alla ákvörðunartöku á svæðinu verði sjálfbær þróun höfð að leiðarljósi og þannig horft til náttúru, menningar, efnahags og félagslegra þátta.

 

Ég undirrituð/aður samþykki hér með stofnmarkmiðin og gerist félagi

 
 
_MG_0701.jpg